spot_img
HomeFréttirLeikið í meistaradeildinni í kvöld

Leikið í meistaradeildinni í kvöld

Í kvöld eru þrír leikir á dagskrá í meistaradeild Evrópu en þriðja umferð milliriðla hefst á leik CSKA Moskvu og Acceco Prokom í Rússlandi. CSKA Moskva hefur unnið báða leiki sína í milliriðlinum alveg eins og Pólverjarnir í Prokom. Er leikurinn því baráttan um efsta sætið en efsta lið hvers riðils fer áfram í undanúrslitin eða Final Four.
Annar leikur kvöldsins er milli gríska stórliðsins Olympiakos og króatíska liðsins Cibona Zagreb. Leikið er á heimavelli Grikkjana og ættu þeir að teljast líklegri til afreka en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina á meðan Cibona hefur tapað báðum sínum leikjum.
 
Þriðji leikur kvöldsins er milli spænska liðsins Unicaja Malaga og litháenska liðsins Zalgiris Kaunas. Litháarnir tefla fram nýju þjálfarateymi í leiknum eins og greint var frá á Karfan.is í gærdag. Bæði lið þurfa á sigri að halda ef þau ætla sér að komast í undanúrslit en þau eru bæði með tvo tapleiki úr tveimur fyrstu leikjum milliriðilsins.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -