spot_img
HomeFréttirLeikdagur - Ekkert vígi er óvinnandi

Leikdagur – Ekkert vígi er óvinnandi

Ísland mætir Belgíu í þriðja leik A-riðils undankeppni evrópumótsins sem fram fer árið 2017. Fyrir þennan leik hafði Ísland unnið Sviss og Kýpur, því er framundan leikur sem gæti verið ákaflega þýðingarmikill.

 

Ísland mætti belgum fyrir nærri ári er liðin undirbjuggu sig fyrir Eurobasket það árið. Þá vann Belgía með 40 stigum, 89-49 þar sem Ísland sá aldrei til sólar.

 

Leikurinn fer fram á Lottó Arena í Antwerpen. Höllin er heimavöllur Antwerpen Giants og tekur um 5300 manns í sæti. Áhuginn fyrir leiknum er nokkur og virðast flestir vera með þennan leik á hreinu hér í bæ.

 

Finnur Freyr sagði við Karfan.is að þessi fjögurtíu stigs skellur gæfi mönnum kraft til að gera betur  núna ári síðar.

 

Belgía er sterkt lið en sex breytingar eru á liðinu frá Eurobasket í fyrra. Bakvörður þeirra Jonathan Tabu er snöggur og öflugur leikmaður. Hann spilar með Bilbao Basket á Spáni og hefur átt góða leiki fyrir belga. Þeirra helsta stjarna þessum hóp er Maxime De Zeeuw sem spilar nú í Þýskalandi. Hann er framherji með gott skot og er nokkuð hreyfanlegur.

 

Þjálfari liðsins er Eddu Casteels sem á að baki þrjá meistaratitla í belgísku deildinni. Hann hefur nánast eingöngu þjálfað í heimalandinu en hefur náð góðum árangri með landsliðið sem endaði í 13 sæti á Eurobasket 2015.

 

Íslenska liðið er klárt. Fyrir utan Jón Arnór sem er meiddur eru allir aðrir heilir. Þátttaka Jóns Arnórs verður metin á morgun en læknir landsliðsins er mættur til Belgíu.

 

Hlynur Bæringsson spilar sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd er liðið mætir Belgíu en hann hóf landsliðsferil sinn árið 2000. Leikurinn gegn Belgíu hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á RÚV 2.

 

Fréttir
- Auglýsing -