Átta liða úrslit fyrstu deildar karla kláruðust um helgina er Þór lagði Skallagrím í oddaleik í Höllinni á Akureyri. Áður höfðu ÍR, Fjölnir og Sindri öll tryggt sig áfram og er því ljóst að ÍR mun mæta Þór og Fjölnir mætir Sindra í undanúrslitum. Undanúrslitin hefjast miðvikudaginn 24. apríl þegar ÍR tekur á móti Þór Ak. og Fjölnir á móti Sindra, en hér fyrir neðan má sjá leikdaga.
(2) ÍR – (5) Þór Ak.
Leikur 1 24. apríl 19:30 ÍR – Þór Ak.
Leikur 2 27. apríl 19:15 Þór Ak. – ÍR (gæti færst til 28. apríl)
Leikur 3 1. maí 19:30 ÍR – Þór Ak.
Leikur 4 5. maí 19:15 Þór Ak. – ÍR *ef með þarf
Leikur 5 9. maí 19:30 ÍR – Þór Ak. *ef með þarf
(3) Fjölnir – (4) Sindri
Leikur 1 24. apríl 19:30 Fjölnir – Sindri
Leikur 2 27. apríl 19:15 Sindri – Fjölnir
Leikur 3 1. maí 19:15 Fjölnir – Sindri
Leikur 4 5. maí 19:15 Sindri – Fjölnir *ef með þarf
Leikur 5 9. maí 19:15 Fjölnir – Sindri *ef með þarf