spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Leikdagar karlalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2025 - Nær Ísland að tryggja sig...

Leikdagar karlalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2025 – Nær Ísland að tryggja sig á lokamótið?

Undankeppni EuroBasket 2025 rúllar af stað í febrúar á næsta ári. Dregið var í riðla á dögunum, en þar kom Ísland upp úr pottinum í riðil B ásamt Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. Ljóst er að í þeim riðil eru Ítalía og Tyrkland sterkustu liðin, en bæði eru þau í og í kringum top 10 á Evrópulista FIBA yfir sterkustu þjóðirnar. Það er þó ekki langt síðan Ísland bæði vann Ítalíu heima og var í hörkuleik gegn þeim ytra í undankeppni heimsmeistaramótsins og því ættu aðdáendur liðsins ekki að gefa upp alla von þó alþjóðasambandið meti mun liðanna tveggja mikinn.

Gegn Tyrklandi tapaði Ísland örugglega á dögunum í forkeppni Ólympíuleikanna, þar sem að bæði NBA og EuroLeague leikmenn Tyrklands voru með, en ef landsliðsgluggarnir verða líkt og þeir hafa verið síðustu ár er ólíklegt að svo verði í þessari undankeppni.

Ungverjaland er það lið í riðlinum sem Ísland á fyrirfram mesta möguleika gegn og eru þeir ekki langt frá Íslandi á listanum, en það er komið nokkuð síðan liðin tvö áttust við í undankeppni eða almennum mótsleik einhverrar keppninnar. Ísland mætti þeim þó í æfingaleik nú fyrir forkeppni Ólympíuleikanna, þar sem leikurinn var nokkuð jafn, þó svo að í lið Íslands vantaði nokkra sterka leikmenn.

Vegna góðra úrslita Íslands í síðustu keppnum þurfti liðið ekki að fara í neina forkeppni fyrir þessa undankeppni. Aðeins leika sex leiki (heima og heiman) í þessum fjögurra liða riðil, þar sem að þrjú efstu liðin komast á lokamótið.

Sæti á Evrópulista FIBA

Ítalía 7. sæti

Tyrkland 11. sæti

Ungverjaland 21. sæti

Ísland 26. sæti

Nú á dögunum varð svo ljóst hvenær þessir leikir fara fram. Skipulagið má sjá hér fyrir neðan, en Ísland hefur leik á heimavelli gegn Ungverjalandi þann 22. febrúar 2024.

Hérna er heimasíða mótsins

Leikir undankeppni EuroBasket 2025

Ungverjaland (heima) – 22.02.24

Tyrkland (úti) – 25.02.24

Ítalía (heima) – 22.11.24

Ítalía (úti) – 25.11.24

Ungverjaland (úti) – 20.02.25

Tyrkland (heima) – 23.02.25

Fréttir
- Auglýsing -