Ísland tryggði sig áfram í seinni hluta undankeppni HM 2023 á dögunum, með þrjá sigra og eitt tap úr fyrri hlutanum. Ásamt Íslandi fóru Ítalía og Holland áfram í næsta riðil L, þar sem að liðin munu keppast gegn Spáni, Georgíu og Úkraínu um þrjú laus sæti á lokamóti keppninnar sem fram fer haustið 2023.
Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í þessum sameinaða riðil:
Ísland er þar jafnt Ítalíu og Spáni að stigum í 1.-3. sæti riðilsins, en vegna innbyrðisstöðu er liðið í 2. sætinu. Næstu gluggar eru nú í ágúst og nóvember 2022 og febrúar 2023, þar sem leikið verður heima og heiman gegn þeim liðum sem Ísland hefur ekki leikið við til þessa, Georgíu, Spáni og Úkraínu.
Gluggi 1:
24.08.22 – Spánn Ísland
27.08.22 – Ísland Úkraína
Gluggi 2:
11.11.22 – Ísland Georgía
14.11.22 – Úkraína Ísland
Gluggi 3:
23.02.23 – Ísland Spánn
26.02.23 – Georgía Ísland
Hér fyrir neðan má sjá stöðu liða riðilsins á Evrópulista FIBA:
#1: Spánn
#7: Ítalía
#16: Úkraína
#18: Georgía
#22: Ísland
#25: Holland