Leik Hauka og Álftaness sem fara átti fram annað kvöld í fyrstu deild karla hefur verið frestað vegan Covid smits í herbúðum Álftaness. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn mun fara fram, en samkvæmt tilkynningu verður það við fyrsta tækifæri.
Tilkynning:
Leik Hauka og Álftaness í 1. deild karla, sem leika átti föstudaginn 5. nóvember hefur verið frestað vegna COVID-19 smits í leikmannahópi Álftaness.
Umrætt smit setur allan leikmannahóp Álftaness í sóttkví, svo ekki var leikfært. Nýr leiktími verður settur á um leið og hægt er.