Leik Sindra og Selfoss í 1. deild karla sem fara átti fram í kvöld á Hornafirði hefur verið frestað vegna hugsanlegs Covid-19 smits leikmanns Selfoss.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær leikurinn á að fara fram, en líkt og fréttir síðustu klukkutíma og daga hafa verið ætti það að skýrast á næstu dögum.
Leik Selfoss gegn Sindra, sem fram átti að fara í kvöld í Hornafirði, hefur verið frestað vegna hugsanlegs smits í leikmannahópi Selfoss.
Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur greinst með kórónasmit og leikmaður Selfossliðsins sótti tíma hjá viðkomandi kennara, en það gerðu einnig nemendur í körfuboltaakademíu Selfoss-Körfu. Viðkomandi leikmaður æfði í gær með liðinu, en upplýsingar um smitið í skólanum bárust í morgun. Ekkert liggur fyrir um hvort leikmaðurinn, og þar með leikmannahópur Selfoss, hefur smitast af veirunni, en í ljósi þessara upplýsinga ákvað KKÍ að leikurinn í kvöld færi ekki fram.
Að svo stöddu munu æfingar yngri iðkenda fara fram skv. stundatöflu, enda eru grunn- og leikskólar starfandi.
KKÍ hefur ákveðið að fella niður alla leiki, nema í 1. deild karla og Dominosdeildum karla og kvenna.
Frekari upplýsingar verða birtar hér þegar þær berast.