spot_img

Leggur skóna á hilluna

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Staðfestir hún fregnirnar í samtali við DFS.

Dagný leggur skóna á hilluna sem leikmaður Grindavíkur, en hún er að upplagi úr Hamri í Hveragerði. Hún hóf 13 ára að leika fyrir meistaraflokk Hamars, en fór út í miðskóla- og háskólabolta 2014 til 2021. Eftir að hún kom til baka lék hún fyrir Fjölni og Grindavík í efstu deild, en 2022 var hún valin besti leikmaður efstu deildar. Þá var hún hluti af íslenska A landsliðinu 2021-22 og lék 6 leiki fyrir Íslands hönd.

Fréttir
- Auglýsing -