13:00
{mosimage}
Lebron James í baráttu við Fernando Martinez
Lebron James átti stórleik í nótt þegar Bandaríkjamenn sigruðu Uruguay 118-79 á Ameríkumótinu. Lebron skoraði 26 stig, hitti úr 11 af 11 skotum sínum utan af velli, fékk aldrei víti, tók ekkert frákast, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Carmelo Anthony lék ekki með liðinu vegna mars á hæl. Esteban Batista skoraði mest Uruguay manna eða 20 stig.
Argentínumönnum brást ekki bogalistin og unnu nágranna sína frá Brasilíu 86-79 eftir framlengdan leik. Luis Scola skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Argentínu en Marcelinho Machado var stigahæstur Brasilíumanna með 19 stig.
Kanadamann lifa enn í vonina um að komast í undanúrslitin eftir að liðið lagði Mexíkó 97-80. Jermaine Anderson skoraði 17 stig fyrir Kanada en Omar Quintero skoraði mest fyrir Mexíkóa, 20 stig.
Að lokum sigraði Puerto Rico Venezuela örugglega 92-63 þar sem Elias Ayuso skoraði 25 stig fyrir Puerto Rico en Hector Romero skoraði 11 stig fyrir Venezuela.
Í kvöld og nótt að íslenskum tíma ræðst svo hvaða lið leika í undanúrslitum. Bandaríkjamenn og Argentínumenn hafa þegar tryggt sér sæti en þau mætast í kvöld og er það úrslitaleikur um efsta sætið.
En viðureignir Brasilíu og Uruguay annars vegar og Puerto Rico og Kanada hins vegar verða baráttur upp á líf og dauða þar sem öll liðin eiga möguleika á að komast áfram.
Að lokum leika Mexíkó og Venezuela.
Mynd: www.fibaamerica.com