Lebron James hefur hingað til átt fyrir salti í grautinn og eitthvað rúmlega það. Það er ekkert að fara að breytast því í vikunni gerði hann samning við Nike um að hann yrði jafnvel jarðaður í pari af Nike skóm. Kannski full langt gengið en í það minnsta verður Lebron út sinn feril og líkast til eitthvað lengur á samningi hjá Nike. Ákvæði og heildarvirði samningsins hafa ekki verið gerð kunn en líkast til fær kappinn eitthvað meira en 30 milljónir dollara á ári frá Nike, líkt og Kevin Durant fær í dag.
Lebron hefur verið hjá Nike frá því áður en hann hóf að leika í NBA deildinni. Hann kvittaði undir 7 ára samning árið 2003 sem var þá yfir 90 milljón dollara virði. Margir voru ekki vissir um hversu skynsamlegt það hafi verið hjá Nike að gera slíkan samning við 18 ára gamlan pilt sem átti þá eftir að spila með stóru strákunum. En þetta "veðmál" þeirra má segja að hafi svo sannarlega borgað sig.
Frá febrúar 2014 og að Janúar 2015 seldust skór kappans fyrir 340 milljónir dollara!!