LEbron James hefur valið að spila aftur í treyju númer 23 hjá Cleveland Cavs næsta vetur en vangaveltur höfðu verið um hvort hann myndi halda 6-unni líkt og hann var í hjá Miami. Það þarf svo sem engan snilling til að sjá það út að Lebron valdi töluna 23 á sínum yngri árum einfaldlega vegna þess að konungur Michael Jordan var hans mesta goð. Kóngurinn Michael Jordan var inntur eftir svörum vegna þessa “máls” og sagði hann vera bara nokkuð sáttur við ákvörðun Lebron og sagðist í kjölfarið ekki eiga neina tölu.
Lebron hefur hinsvegar sagt að NBA deildin eigi að heiðra Michael Jordan og leggja númerinu “23” alfarið. “Engin hefur gert eins mikið fyrir deildina og Micheal Jordan” sagði Lebron við fjölmiðla vestra hafs.