spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLavinia með í titilvörn Njarðvíkur

Lavinia með í titilvörn Njarðvíkur

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa framlengt samningi sínum við miðherjann Lavinia Joao Gomes Da Silva og mun hún leika með liðinu út næsta tímabil.

Lavinia kom til nýliða Njarðvíkur fyrir nýafstaðið tímabil, liðið endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar og vann síðan úrslitakeppnina. Lavinia var lykilleikmaður í þessum frábæra árangri Njarðvíkur, með 13 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik fyrir félagið.

Tilkynning:

Miðherjinn Lavinia Joao Gomes Da Silva skrifaði nýverið undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara Njarðvíkur og er því væntanleg í Ljónagryfjuna á nýjan leik þegar sumri tekur að halla. Frábærar fréttir fyrir okkur Njarðvíkinga sem höfum þegar framlengt við Aliyah Collier.

Lavinia var prímusmótor í Njarðvíkurliðinu í vetur með 13,1 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í leik. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari meistaraflokks kvenna kvaðst einkar sáttur með þá staðreynd að Lavina yrði áfram í grænu. „Við lögðum mikla áherslu á að hafa hana áfram í Njarðvík enda er hún mikill karakter og gefur mikið til liðsins,” sagði Rúnar í snörpu samtali við UMFN.is

Fréttir
- Auglýsing -