spot_img
HomeFréttirLauren Jackson mikilvægust

Lauren Jackson mikilvægust

12:38 

{mosimage}

(Jackson í leik með ástralska landsliðinu) 

Ástralski framherjinn Lauren Jackson sem leikur með Seattle Storm í WNBA-deildinni var valin besti leikmaður deildarinnar í ár en þetta var í annað sinn sem hún hlýtur þessi verðlaun sem hún vann einnig 2003.  

Jackson sem var með 23,8 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik var einnig valin besti varnarmaður ársins. Jackson er 196 sm framherji sem var með 40,2 prósent þriggja stiga nýtingu og 2 varin skot að meðaltali í ár.  

Seattle Storm datt út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það eru lið Detroit Shock og Phoenix Mercury sem spila um WNBA-titilinn. Detroit Shock, sem er þjálfað af Bill Laimbeer er núverandi meistari og vann fyrsta leik úrslitanna 108-100.

Frétt af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -