Komandi sunnudag 23. febrúar mun íslenska karlalandsliðið leika lokaleik sinn í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrir leikinn er liðið í fínni stöðu í þriðja sæti riðils síns með tvo sigra og þrjú töp það sem af er keppni, en efstu þrjú sæti riðilsins munu komast áfram á lokamótið sem fram fer í lok ágúst.
Einum sigurleik fyrir neðan Ísland í riðlinum er Ungverjaland með einn sigur og fjögur töp, en þá eiga þeir einnig innbyrðisstöðu á Ísland þar sem þeir unnu heimaleik sinn í gær með 9 stigum á meðan Ísland vann þá með aðeins 5 stigum fyrir um ári síðan á Íslandi.
Bæði hafa efstu tvö lið riðilsins Ítalía og Tyrkland þegar tryggt sig áfram á lokamótið, en ætli Ísland sér að fylgja þeim þarf annað af tvennu að gerast. Annaðhvort þarf Ísland að vinna Tyrkland á sunnudag, eða treysta á að efsta lið riðilsins Ítalía vinni Ungverjaland heima á Ítalíu á sama tíma.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket
Samkvæmt samfélagsmiðlum KKÍ er nú uppselt á þennan síðasta leik Íslands í undankeppninni, en það eru um 2100 miðar seldir.