Keflavík vann flottan og sannfærandi sigur á Tindastól í þriðka leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lokatölur urðu 100-78 og staðan því 2-1 fyrir Tindastól og næsti leikur fer fram á Króknum.

Sigtryggur Arnar Björnsson bar sig vel eftir leik og sagði sína menn ekki uggandi yfir þessum úrslitum.
“Þeir spiluðu mjög vel og við réðum hreinlega lítið við þá; hittnin hjá þeim var oft og tíðum alveg svakalega góð og þá voru þeir mun grimmari en í síðasta leik. Við fundum ekki dampinn – hittum ekki nógu vel og það vantaði betra flæði þegar á heildina er litið. Ég tek ekkert af Keflavík, þeir voru mun betri en við í kvöld. En við höldum ótrauðir áfram og látum þetta tap ekki slá okkur útaf laginu – við höfum fulla trú á sjálfum okkur og ætlum að sýna mun betri leik næst – ég lofa því.”