Annar leikur 8 liða úrslitaeinvígis Keflavíkur og Tindastóls fer fram norðan heiða, í Síkinu, kl 19:15 í kvöld. Tindastóll vann fyrsta leik liðanna fyrir helgi í Keflavík og stal þar með heimavallarréttinum af þeim. Við ræddum létt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur, Arnar Freyr Jónsson, um bæði hvernig honum þætti einvígið fara af stað, sem og hvað Keflavík þyrfti að gera til þess að launa greiða Sauðkrækinga.
Hvernig finnst þér serían fara af stað?
Ekkert sérstaklega vel fyrir mitt lið. Fannst varnarleikurinn mjög slæmur á stórum köflum i leiknum. Þeir voru heldur ekki að nýta sóknir eftir að þeir náðu loksins að stoppa Stólana, ótímabær skot og ekki mikid verið ad setja upp í sókn. Það sem stóð uppúr síðasta leik fyrir mér er þegar að bekkurinn hja Keflavík kom inná með baráttu og flottar körfur. Þannig tókst þeim að gera þetta aftur að leik.
Hvar liggja möguleikar Keflavíkur á að koma til baka?
Spila eins og þeir gerðu i byrjun tímabils þegar enginn bjóst við neinu af þeim. Það var Keflavík í Keflavík! Láta þessa dómara ekki fara í taugarnar á sér. Hugsa bara um verkefnið sem er fyrir framan þá og hvað get ég gert fyrir liðsfélagann til að gera hann betri. Reynslumeiri menn i Keflavík munu þurfa að stíga upp og gera það. Hef fulla trú á að þeir taki leikinn, eiga fullt inni
Mynd / SBS – Arnar Freyr mætti í lögreglufylgd á leikinn í Sláturhúsinu síðastliðinn fimmtudag.