Lárus Jónsson fyrrum þjálfari Þórs Akureyri hefur skrifað undir við Þórsara á suðurlandinu. Frá þessu er greint á Hafnarfréttir.is Lárus tekur við liðinu af Friðrik Inga Rúnarssyni sem hætti með liðið eftir ár í starfi.
Lárus stýrði Akureyrarliðinu á síðasta tímabili og var mikill stígandi í liðinu frá áramótum. Liðið endaði í 11 sæti deildarinnar, 2 stigum á eftir Þór Þorlákshöfn.
Lárus hefur áður þjálfað á suðurlandinu. Hann var þjálfari Hamars og hefur einnig verið með lið Breiðabliks.
Samkvæmt tilkynningu mun Lárus einnig þjálfa unglingaflokkinn í Þórlákshöfn og vera yfirþjálfari yngri flokka.