Þór Akureyri lögðu Íslandsmeistara KR fyrr í kvöld í síðasta leik 11. umferðar Dominos deildar karla, 102-100.
Lárus var sannarlega sáttur eftir sigur Þórs gegn sexföldum
Íslandsmeisturum KR í kvöld þegar liðin mættust í leik sem upphaflega
átti að fara fram í desember. Fyrstu viðbrögð Lalla voru þessi ,,Ég er
gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum þeir sýndu stórt Þórshjarta
og ég er hrikalega ánægður með áhorfendur þeir komu með svona auka orku sem já svona færðu strákunum orku og greddu til að klára leikinn“.
Leikur Þórs og KR var hin besta skemmtu, mikið skorað barátta og
stemning ekki bara innan vallar heldur voru áhorfendur algerlega
frábærir allt frá fyrstu mínútu þar til yfir lauk.
Lalli talaði um að áhorfendur hafi komið með gríðarlega orku sem
smitaðist í leikmenn Þórs sem hófu leikinn af þvílíkum krafti að
gestirnir vissu framan af leik vart hvaða á þá stóð veðrið. Varnarleikur
Þórs í fyrri hálfleik var til mikilla fyrirmyndar og sóknarleikurinn
eins og hann gerist bestur.