spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLárus Jónsson ræðir starf þjálfarans: Mannkynið lærir í gegnum sögur

Lárus Jónsson ræðir starf þjálfarans: Mannkynið lærir í gegnum sögur

Afreksstjóri Körfuknattleikssambands Íslands og fyrrum þjálfarinn Arnar Guðjónsson hefur hleypt af stokkunum vefsvæðinu Berjast.is, en með Arnari í verkefninu er leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu og yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu Hilmar Árni Halldórsson. Tilgangur vefsvæðis og verkefnis Arnars og Hilmars mun vera að fræða leikmenn, þjálfara og foreldra um helstu atriði þjálfunar og íþróttaiðkunar með vinnustofum/fyrirlestrum

Hérna er hægt að skoða Berjast.is

Þá hafa þeir Arnar og Hilmar tekið upp viðtöl við reynda þjálfara sem þeir munu gera aðgengileg á næstu vikum. Fyrstur viðmælenda þeirra Arnars og Hilmars var knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson í síðustu viku.

Nú í þessari viku ræða þeir svo við körfuknattleiksþjálfarann Lárus Jónsson. Hægt er að hlusta á upptökuna hér fyrir neðan, en einnig er hægt að nálgast hana á öllum helstu veitum undir nafninu Berjast. Í viðtalinu fer Lárus yfir sín gildi í þjálfun, hvernig hann vinnur úr mótlæti & pressuna sem fylgir starfinu.

Fréttir
- Auglýsing -