{mosimage}
Leikstjórnandinn Lárus Jónsson, sem lék með Fjölni á síðustu leiktíð, er genginn aftur til liðs við Hamar/Selfoss fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð.
Eftir að Lárus fór frá Hamri/Selfoss lék hann með KR og Fjölni en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag. Þetta staðfesti Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars/Selfoss, við Karfan.is.
Pétur gerir einnig fastlega ráð fyrir því að hinn frábæri leikmaður Clifton Cook verði áfram í herbúðum liðsins og þá sé verið að bíða eftir frekari liðsstyrk frá Evrópu í formi stærri leikmanna til þess að koma fyrir í teignum.
Lárus lék 17 deildarleiki með Fjölni á síðustu leiktíð og gerði í þeim 5,9 stig að meðaltali í leik og gaf alls 80 stoðsendingar í leikjunum 17 eða 4,7 stoðsendingar í leik.
Mynd: www.fjolnirkarfa.is