spot_img
HomeBikarkeppniLárus fyrir úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla "Stjarnan vinnur ef þeir ná að...

Lárus fyrir úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla “Stjarnan vinnur ef þeir ná að halda Basil og Richotti fyrir framan sig”

Stjarnan og Njarðvík mætast kl. 19:45 í kvöld í úrslitum VÍS bikarkeppninnar.

Í undanúrslitum vann Njarðvík lið ÍR nokkuð örugglega á meðan að Stjarnan lagði Tindastól í öllu jafnari leik.

Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari, þeir unnu Geysisbikarinn árið 2020, en keppnin hefur nú skipt um nafn og er leikið um VÍS bikarinn.

Karfan setti sig í samband við Lárus Jónsson, þjálfara Íslandsmeistara Þórs og spurði hann út í leik kvöldsins.

Hverju má búast við í úrslitaleiknum?

Þetta verður svakalegur leikur hjá liðum sem ætla sér að fara alla leið í vetur. Rimmur barkvarðanna verða mjög áhugaverðar; Turner og Hilmar hafa hæðina en Basil og Richotti hraðann og því þurfa Stjörnumenn að há að halda þeim fyrir framan sig og Njarðvíkingar þurfa að halda Hilmari og Turner frá sóknarfráköstum.

Gabrovsek og Mario munu elda grátt silfur saman, báðir miklir baráttuhundar og hafa verið að hitta vel fyrir utan línuna í bikarnum. Spennustigið verður mátulegt fyrir reynsluboltana, Hlyn og Fotios, sem héldu upp á sameiginlegt aldarafmæli á dögunum.

Logi Gunnarsson og Shawn Hopkins gætu ráðið úrslitum í þessum leik, báðir frábærir skotmenn sem voru á eldi í undanúrslitunum.

Hvernig fer hann?

Stjarnan vinnur ef þeir ná að halda Basil og Richotti fyrir framan sig og þvinga Njarðvík í erfið þriggja stiga skot. Njarðvík þarf að hitta mjög vel og halda Stjörnumönnum frá skóknafráköstum til þess að vinna.

Fréttir
- Auglýsing -