Þjálfari Þórs í Subway deild karla Lárus Jónsson hefur beðist afsökunar á þeim ummælum sem hann lét falla um leikmann Vals Kristófer Acox eftir leik liðanna í gærkvöldi í undanúrslitum deildarinnar.
Lárus hafði sakað Kristófer um að hafa vísvitandi meitt leikmann hans Jordan Semple í upphafi þriðja leik liðanna, en Jordan hefur lítið getað beitt sér síðan og þá hefur Valur náð að vinna báða leikina og jafdna einvígið 2-2.
Í færslu Lárusar á samfélagsmiðlum biður hann Kristófer afsökunar að hafa gert honum upp ásetning, en færsluna er hægt að lesa hér fyrir neðan.