spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLárus: Andlegur þröskuldur að koma hérna og vinna

Lárus: Andlegur þröskuldur að koma hérna og vinna

Þór lagði Íslandsmeistara Vals í N1 höllinni á Hlíðarenda í framlengdum leik í kvöld. Eftir leikinn er Þór í efsta sæti Bónus deildarinnar með tvo sigra á meðan Valur hefur tapað viðureignum sínum í fyrstu tveimur umferðunum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Lárus Jónsson eftir góðan sigur Þórs á Íslandsmeisturunum að Hlíðarenda:

Lalli…eins og þú veist þá er greining mín á körfubolta að mestu leyti óskeikul…

…já ég veit það! Þess vegna les ég allt eftir þig!

Jájá! En mér fannst þetta bara lélegt hjá ykkur…Kristó er ekki með, Kári Jóns gat ekki neitt, þeir eru með einhvern Kana sem er örugglega núna bara að pakka niður í tösku…Booker virðist ekki vera upp á sitt besta…og þið rétt merjið þetta, jafnið með þristi hérna í lok venjulegs leiktíma…þú ert varla ánægður með þennan leik??

Ég er ánægður með margt! En svo sem ekkert ánægður með fullt af öðrum hlutum. Við merjum leikinn hérna en það er alveg erfitt að vinna hérna þó það vanti Kristó sko…Valsarar eru bara ól-ólseigir! Vissulega vantar Kristó sem er með þeim bestu í deildinni en þeir eru með nokkra aðra sem eru alveg hrikalega góðir í körfubolta svo það er rosalega erfitt að vinna hérna. En hvað varðar okkur, ég myndi segja að leikurinn hafi verið aðeins betri en Njarðvíkurleikurinn, við erum að spila hérna á móti liði sem er sterkara varnarlega og erfiðara að skora á þá.

Jújú, það er rétt…

Vonandi verður leikurinn á móti KR svo aðeins betri en þessi…maður getur svo sem ekki ætlast til að liðið sé bara smollið saman eftir leik 2 en ég vil sjá bætingu leik frá leik.

Akkúrat, það hlýtur að vera stefnan. Þið reynduð að öskra ykkur áfram varnarlega þarna í þriðja leikhluta og náðum góðum kafla…og þá hélt ég að þið mynduð loksins ná að slíta ykkur svolítið frá, mér fannst svolítið eins og þið væruð með þennan leik bara ef þið einhvern veginn vilduð það, skiluru hvað ég á við?

Já, kannski var þetta svona einhver andlegur þröskuldur að koma hérna og vinna Val. Þetta eru náttúrulega meistararnir og þú þarft einhvern veginn að fella þá og þeir eru ekkert að kljást við eitthvað sjálfstraustsleysi! Þeir trúa því alltaf að þeir geti unnið, við erum Þór Þorlákshöfn sko…og þurfum líka að trúa því að við getum unnið hérna. Mér fannst strákarnir fylgja varnarplaninu bara vel og var alveg sáttur við það…

Jájá, þið gerðuð vissulega nokkuð vel á Badmus t.d., hann var ekkert að setja sniðskot eftir sniðskot…

Jájá, en svo er hann náttúrulega svakalegur íþróttamaður! Við vorum með Jordan á honum sem er líka algert dýr, þeir voru bara að kljást þarna, alvöru dýr að kljást!

Einmitt…en þetta var kannski svona til gamans gert að dæma ykkur svona harkalega í byrjun…mér líst bara nokkuð vel á mannskapinn, líst vel á Jackson og Bulow…en ég veit ekki með Brown, hvað segiru mér um hann, er hann á leiðinni heim eða?

Ekki mér að vitandi!

Nei..þú veist ekki til þess?

Nei…ekki nema að hann stingi bara af!

Jájá..okei! Liðið virðist þá vera fullmannað, svo lengi sem þú sért sáttur með nýju erlendu leikmennina…eða hvað, þið eruð varla að fara að bæta við?

Ég er sáttur, við erum ekkert að fara að bæta við. Það er bara að slípa þetta saman, finna hverjir virka vel saman, hverjir fimm passa á réttum momentum og þannig, það er svona ákveðinn galdur.

Akkúrat, það er svona verkefni yfir tímabilið væntanlega.

Jájá, finna svona okkar rotation sem er að virka, við erum alveg með 9 stráka sem geta spilað, 9 hesta.

Jájá, allaveganna, bara 2 leikir búnir en 4 stig komin í hús og þá er varla ástæða til að kvarta mikið…

Neinei, alls ekki sko. Leikurinn gegn Njarðvík var bara nokkuð góður og mér fannst við spila bara vel á köflum í kvöld, sóknin var kannski svona lala en vörnin miklu betri en í fyrra. Meiri talandi og Bulow og Jordan ná vel saman, loka teignum, Bulow góður að tala á bakvið og stjórna vörninni sem er eitthvað sem okkur hefur svolítið vantað.

Já…spennandi vetur framundan…eins og alltaf…

Jájá, þetta verður bara mjög gaman!

Fréttir
- Auglýsing -