Undir 18 ára drengjalið Íslands átti ekki leik á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag. Þeir léku þó fyrstu þrjá daga mótsins, þar sem liðið tapaði fyrir Eistlandi, Danmörku og Svíþjóð í nokkuð jöfnum leikjum. Næst á dagskrá er lið Finnlands á morgun föstudag, áður en mótinu lýkur svo með leik gegn Noregi á laugardag.
Karfan hitti Lárus Jónsson þjálfara Íslands nú í kvöld er liðið var við æfingar í Rosenborgarsalnum í Södertalje. Ræddi Lárus mótið hingað til, hvaða lærdóm liðið er að taka úr þessum fyrstu þremur leikjum og hvernig hann meti möguleika Íslands í framhaldinu.