Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu.
Í gær lagði liðið Albaníu, 79-43, í umspili um sæti 21-23 á mótinu.
Í dag kl. 10:45 mæta þær svo Makedóníu í umspili um 21. sætið í lokaleik mótsins, en hann verður hægt að sjá hér.
Fréttaritari Körfunnar í Búlgaríu spjallaði við þær Sigurveigu Guðmundsdóttur, Láru og Önnu Ásgeirsdætur.