spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLangar að spila í deild þeirra bestu

Langar að spila í deild þeirra bestu

Í hádeginu í dag, 28.mars stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni sem lauk nýverið.

Hérna má sjá hver hlutu verðlaun

Karfan spjallaði við besta leikmann fyrstu deildar karla Friðrik Anton Jónsson leikmann KR/KV eftir að hann var sæmdur verðlaununum. Lið hans KV rétt missti af úrslitakeppni fyrstu deildarinnar, en átti samt sem áður fínt tímabil sem eina lið deildarinnar sem lék án erlends atvinnumanns. Friðrik var oftar en ekki lykilleikmaður KV í vetur, en hann skilaði 22 stigum, 10 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á tímabilinu.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -