Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur framlengt samningi sínum við Hamar fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Ragnar hefur verið hjá uppeldisfélagi sínu Hamri síðastliðin ár, þar sem hann var lykilmaður bæði í liðinu sem vann sig upp í Subway deildina fyrir yfirstandandi tímabil, sem og það er féll nú í vetur.