spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Portúgal klár - Collin og Kristinn koma inn

Landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Portúgal klár – Collin og Kristinn koma inn

Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Íslenska landsliðið í forkeppni Eurobasket 2021 gegn Portúgal á útivelli. Leikmannahópur liðsins var kynntur á blaðamannafundi nú fyrir stuttu.
Tveir leikmenn eru að fara leika sína fyrstu landsleiki í mótum á vegum FIBA með A-landsliðinu, það eru þeir Collin Pryor og Kristinn Pálsson. Kristinn lék á Smáþjóðaleikunum 2017 og hann ásamt Collin voru í liðinu í tveim vináttuleikjum gegn Noregi nú í upphafi mánaðarins.
Tveir leikmenn þurftu að draga sig úr leikmannahópnum það eru þeir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson. Von er á þeim báðum til baka fyrir næsta glugga í lok nóvember.
Leikurinn ytra gegn Portúgal fer fram á sunnudaginn 16. september kl. 18:30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tima.
Liðsskipan Íslands gegn Portúgal.
# Leikmaður                        F.ár     Hæð   Staða  Lið               Landsleikir
1 Collin Pryor                      1990     198     F       Stjarnan       2
3 Ægir Þór Steinarsson       1991    182      B      Stjarnan       55
4 Kári Jónsson                   1997     194      B      Barcelona (ESP) 9
8 Hlynur Bæringsson         1982     200      M      Stjarnan       122
10 Elvar Már Friðriksson    1994    186       B      Denain (FRA) 34
13 Hörður Axel Vilhjálmsson 1988 1 96       B      Keflavík         74
14 Kristinn Pálsson            1997     197      B     Njarðvík          7
15 Martin Hermannsson    1994    194       B Alba Berlin (GER) 62
19 Kristófer Acox              1993    198       F Denain (FRA)     36
21 Ólafur Ólafsson           1990     194      F Grindavík          26
23  Hjálmar Stefánsson   1996     199      F    Haukar            4
34 Tryggvi Hlinason        1997      215      M Monbus Obradorio (ESP) 29
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Már Marteinsson
Fararstjóri og liðstjóri: Herbert Arnarson
Fréttir
- Auglýsing -