Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá 12 leikmenn sem fara til Noregs á sunnudagsmorguninn en Íslands leikur gegn heimamönnum tvo vináttulandsleiki 2. og 3. september. Leikirnir gegn Norðmönnum eru hluti af 50 ára afmæli norska sambandsins og einnig liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir forkeppni EM 2021 sem leikin verður í landsliðsgluggum vetrarins.
Leikirnir verða í beinni á netinu á Youtube-rás norska sambandsins og í lifandi tölfræði einnig (nánari upplýsingar síðar um lifandi tölfræði):https://www.youtube.com/channel/UC7iFyMPOyRwz2Y2zFcTCo2Q/featured
Landslið karla gegn Noregi 2. og 3. september.
# Leikmaður F.ár Hæð Staða Lið Landsl.
4 Kristján Leifur Sverrisson 1996 199 M Haukar 0
5 Gunnar Ólafsson 1993 192 F Keflavík 5
6 Ragnar Nathanaelsson 1991 218 M Valur 38
7 Pétur Rúnar Birgisson 1996 186 B Tindastóll 7
8 Hjálmar Stefánsson 1996 199 F Haukar 2
9 Danero Thomas 1986 194 F Tindastóll 0
10 Collin Pryor 1990 198 F Stjarnan 0
11 Tómas Hilmarsson 1995 201 F Stjarnan 2
12 Kristinn Pálsson 1997 197 B Njarðvík 5
13 Emil Barja 1991 193 B KR 0
14 Ólafur Ólafsson 1990 194 F Grindavík 24
15 Haukur Óskarsson 1991 194 B Haukar 0
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Finnur Freyr Stefánsson and Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Már Marteinsson