spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Landsliðshópur karla fyrir Smáþjóðaleikana kynntur: Tveir nýliðar

Landsliðshópur karla fyrir Smáþjóðaleikana kynntur: Tveir nýliðar

Þjálfarar karlalandsliðsins tilkynntu í dag þá leikmenn sem munu koma fram fyrir hönd Íslands í körfuboltakeppni karla á Smáþjóðaleikunum, sem hefjast í Svartfjallalandi í lok maí. Í liðinu eru tveir nýliðar, þeir Halldór Garðar Hermannsson úr Þór Þorlákshöfn og Hilmar Smári Henningsson úr Haukum, en liðið í heild sinni er fremur ungt þar sem átta leikmenn úr tólf manna hópnum hafa leikið tíu landsleiki eða færri.

Hópinn skipa:

Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (38 landsleikir)
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki (2 landsleikir)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (10 landsleikir)
Hilmar Smári Henningsson · Haukar (Nýliði)
Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Kristinn Pálsson · Njarðvík (9 landsleikir)
Þórir Þorbjarnarson · Nebraska, USA / KR (5 landsleikir)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (28 landsleikir)
Breki Gylfason · Appalachian State, USA / Haukar (2 landsleikir)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (8 landsleikir)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (54 landsleikir)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (40 landsleikir)

Þjálfari liðsins er Finnur Freyr Stefánsson, en honum til aðstoðar verður Baldur Þór Ragnarsson.

Liðið leikur þrjá leiki fyrstu þrjá keppnisdagana, gegn Möltu, Lúxemborg og heimamönnum frá Svartfjallalandi en lokaleikur liðsins verður gegn Kýpverjum laugardaginn 1. júní.

Fréttir
- Auglýsing -