spot_img
HomeFréttirLandsliðin leika með sorgarbönd í minningu Ólafs Rafnssonar

Landsliðin leika með sorgarbönd í minningu Ólafs Rafnssonar

Í dag fara fram tveir æfingaleikir gegn Dönum en leikið verður í Ásgarði í Garðabæ. U22 ára lið þjóðanna ríða á vaðið kl. 17:00 og A-landsliðin mætast síðan kl. 19:15. Íslensku liðin munu leika með sorgarbönd í minningu Ólafs E. Rafnssonar.
 
Það var Hannes S. Jónsson formaður KKÍ sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær en Ólafur lést nýverið langt um aldur fram en hann var fyrrum formaður KKÍ, sitjandi forseti FIBA Europe og sitjandi forseti ÍSÍ.
 
Tengt efni:
  
Fréttir
- Auglýsing -