spot_img
HomeFréttirLandsliðið skoðar sig um í Sarajevó

Landsliðið skoðar sig um í Sarajevó

 

Íslenska kvennalandsliðið er þessa dagana í Sarajevó í Bosníu að undirbúa sig fyrir tvo leiki í undankeppni EuroBasket. Á morgun mæta þær heimastúlkum í fyrri leiknum kl. 16:00 og mun sá leikur verða í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu.

 

Bosnía og borgin Sarajevó fór árin 1992-1996 í gegnum umsátursástand og blóðugt stríð í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu.  Ummerki stríðsins skoðaði liðið í gær, þar sem að meðal annars voru skoðuð 800 metra löng göng sem gerð voru af heimamönnum að flugvellinum á meðan að stríðinu stóð.

 

Myndir frá deginum er að finna í færslu Körfuknattleikssambandsins hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -