Íslenska landsliðið er komið til Þýskalands þar sem það mun æfa næstu daga fyrir síðustu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrir leikina tvo, sem eru gegn Ungverjaland úti á fimmtudag og heima gegn Tyrklandi á sunnudag, er liðið í frekar góðri stöðu. Vinni þeir aðeins annan þessara leikja (eða tapi þeir ekki með fimm eða meira fyrir Ungverjalandi) tryggja þeir sig á lokamótið.
13 leikmanna hópur Íslands fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket
Í höfuðborg Þýskalands Berlín hefur liðið gert sig heimkomið hjá stórliði Alba Berlin, en samkvæmt KKÍ mun liðið nýta sér aðstöðu EuroLeague liðsins fram að leik í Ungverjalandi. Einn leikmanna Íslands, Martin Hermannsson, er þó sérstaklega á heimavelli þegar kemur að aðstöðunni sem Alba Berlin hefur uppá að bjóða, en hann er fyrirliði þýska liðsins og hefur á síðustu árum unnið nokkra titla með félaginu.