spot_img
HomeFréttirLandsliðið ferðast til Belgíu

Landsliðið ferðast til Belgíu

Eftir stórgóðan sigur á Kýpur í gær er förinni nú heitið til Belgíu þar sem Ísland mætir heimamönnum á miðvikudag. Leikurinn fer fram kl 18:00 að íslenskum tíma og er í borginni Antwerpen.

 

Landsliðið og fylgifiskar leggja af stað frá Kýpur um miðjan dag þar sem flogið verður til Frankfurt í Þýskalandi. Eftir fjögurra tíma flug til Frankfurt tekur við flug til Brussel og þaðan rútuferð til Antwerpen.

 

Það munar miklu að fara úr hitanum í Kýpur með sigur á bakinu. Eftir leikinn gegn belgum verður svo haldið til Sviss þar sem leikið verður gegn heimamönnum þann 10 september í Friborg.

 

Þar með lýkur útileikjatörn landsliðsins í þessari keppni en við taka tveir heimaleikir gegn Kýpur og Belgíu þann 14. og 17. september.

Fréttir
- Auglýsing -