Íslenska kvennalandsliðið er farið af stað í landsliðsglugga FIBA í undankeppni EuroBasket 2021 sem fram fer í búbblu í Ljubljana í Sóveníu dagana 31.-7. febrúar. Leikið verður tvo leiki í næstu viku sem báðir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.
Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum líkt. Íslenska liðið heldur utan 30. janúar til Slóveníu og æfir saman ytra í „bubblunni“ fyrir leikina en leikdagar verða 4. febrúar gegn Grikkjum og 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu.
Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðs Íslands í leikjunum tveim:
Nafn · Félag (landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (Nýliði)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (4)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (6)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (9)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (22)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (32)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (6)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (4)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, England (21)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (55)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (19)
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle V. Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvanrarfulltrúi: Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson