spot_img
HomeFréttirLandslið lögreglumanna gerir góða hluti í Ungverjalandi

Landslið lögreglumanna gerir góða hluti í Ungverjalandi

Landslið lögreglumanna leikur þessa dagana í undankeppni Evrópumóts lögreglumanna í Ungverjalandi.

Upphaflega áttu þeir að vera í riðil með heimamönnum í Ungverjalandi og Mónakó, en þar sem að Mónakó mætti ekki til leiks, þá lék liðið tvo leiki gegn heimamönnum.

Í fyrradag kjöldró Ísland heimamenn með 49 stigum, 94-45, í leik þar sem Egill Egilsson setti 28 stig og Magnús Pálson 16 stig.

Þá vann Ísland lið Ungverjalands aftur í gær, en þá aðeins með 14 stigum, 83-69. Þar var Egill aftur stigahæstur með 23 stig, Magnús skilaði 20 stigum og Ingvaldur Magni Hafsteinsson bætti við 12 stigum.

Ísland er því komið með þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í Frakklandi 20.-27. júní.

Fréttir
- Auglýsing -