Landsbyggðarfélögin Snæfell og Grindavík mætast í úrslitum Powerrade bikars kvenna þann 13. febrúar næstkomandi. Von er á æsispennandi leik þar sem enginn vill verða undir. Liðin hafa mæst þrisvar í Dominos deildinni í vetur og hefur Snæfell haft vinninginn í öll skiptin, tvisvar haft vinninginn. Hér verður stiklað á stóru um liðin og möguleika þeirra í leiknum.
Snæfell
Snæfell er nú mætt í þriðja skipti í bikarúrslitaleikinn en leita enn að fyrsta bikarmeistaratitlinum. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára freista nú gæfunar að bæta bikartitli í safnið og mæta dýrvitlausar til leiks. Væntingarnar voru ekki miklar til liðsins fyrir tímabilið en þær hafa heldur betur slegið á allar vafa raddir því Snæfell situr í efsta sæti deildarinnar þessa stundina.
Allir í Stykkishólmi mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn og munu að öllum líkindum styðja lið sitt eins og þeir eru þekktir fyrir. Stemmningin verður því mikil í húsinu og á Snæfell góðan séns á að lyfta bikarnum á laugardaginn ef allt gengur upp.
Leið Snæfels að bikarúrslitaleiknum:
16. liða úrslit: Snæfell 85-48 Breiðablik
8. liða úrslit: Valur 58-78 Snæfell
Undanúrslit: Keflavík 64-74 Snæfell
Líklegt byrjunarlið Snæfells:
Haiden Denise Palmer – 25,9 stig, 9,8 fráköst, 4,4 stoðsendingar. 26,9 framlagsstig.
Bryndís Guðmundsdóttir – 12,4 stig, 5,7 fráköst, 2,4 stoðsendingar, 13,6 framlagsstig.
Gunnhildur Gunnarsdóttir – 12 stig, 4,4 fráköst, 2,9 stoðsendingar, 13,8 framlagsstig.
Berglind Gunnarsdóttir – 8,3 stig. 4,5 fráköst, 2,2 stoðsendingar, 8,2 framlagsstig.
María Björnsdóttir – 4 stig, 2,8 fráköst, 1,1 stoðsendingar. 2,8 framlagsstig
Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Styrkleikar
Stykkishólmshjartað mun koma liðinu langt, flestir leikmenn liðsins eru uppaldir hjá Snæfell og eru fullkomlega tilbúnar að leggja allt í sölurnar fyrir félagið. Sigurvegaraáran yfir liðinu síðustu árin með tvem íslandsmeistaratitlum hefur komið leikmönnum á bikaraspenann sem þær eru ekki tilbúnar að sleppa strax.
Ingi Þór þjálfari hefur fyrir löngu sýnt sig sem einn allra besti þjálfari deildarinnar og hefur náð ótrúlegum árangri með þetta lið. Haiden Palmer er líklega einn besti leikmaður deildarinnar sem verður erfið viðureignar í þessum leik.
Veikleikar
Þrátt fyrir titla síðustu ára, þá vantar enn bikarmeistaratitilinn í safnið, þá getur reynst erfitt að ná í þann fyrsta. Snæfell þarf að treysta á að fá stórt framlag frá bekknum í þessum leik en það hefur verið upp og ofan í vetur. Snæfell tapar að meðaltali 14,1 bolta í leik sem er langt frá því að vera viðunandi, ef þær bjóða uppá álíka tölu af töpuðum boltum í úrslitaleiknum verður þetta erfitt verkefni.
Möguleg MVP
Haiden Palmer verður að teljast mjög líkleg til að verða valin leikmaður úrslitaleiksins ef Snæfell vinnur. Frábær leikmaður sem getur unnið leiki bókstaflega uppá eigin spýtur ef til þess kemur.
X-Factor
Systurnar Gunnarsdætur, Berglind og Gunnhildur geta klárlega sprengt upp leiki með stemmningu og baráttu. Hafa verið gjörsamlega óstöðvandi í vinnuseminni og það er ekki séns að þær séu að fara að stoppa í Höllinni.
Grindavík
Bikarmeistarar Grindavíkur freista nú gæfunnar að verja titilinn og bæta þar með við þriðja bikarmeistaratitli félagsins í kvennaflokki. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á liðinu frá síðasta úrslitaleik og hefur meðal annars nýr þjálfari tekið við taumunum. Grindavík var lengi að safna sér liði í haust og voru því nokkuð lengi í gang.
Gríðarlegur stígandi hefur verið í liðinu á síðustu vikum og verður fróðlegt að sjá hvað þær eiga inni í þessum bikarúrslitaleik. Annað árið í röð koma Grindavíkurstúlkur inní bikarúrslitin sem „underdog“, í fyrra tókst það vel og skyldi engin vanmeta Grindavík þetta árið.
Leið Grindavíkur að bikarúrslitunum:
16. liða úrslit: Grindavík 86-61 Njarðvík
8. liða úrslit: Grindavík 65-63 Haukar
Undanúrslit: Grindavík 77-57 Stjarnan
Líklegt byrjunarlið Grindavíkur:
Petrúnella Skúladóttir – 11,5 stig, 3,5 fráköst, 2,4 stoðsendingar, 7,2 framlagsstig.
Whitney Frazier – 22,5 stig, 12,2 fráköst, 3,4 stoðsendingar, 28,4 framlagsstig.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – 12,8 stig, 9,6 fráköst, 4 stoðsendingar, 15,9 framlagsstig.
Íris Sverrisdóttir – 8,4 stig, 2,9 fráköst, 1,6 stoðsendingar, 7,8 framlagsstig.
Ingibjörg Jakobsdóttir – 4,4 stig, 2,6 fráköst, 3,9 stoðsendingar, 3,7 framlagsstig
Þjálfari: Daníel Guðni Guðmundsson
Styrkleikar
Breiddin hjá Grindavík er mjög góð, þær geta farið djúpt á bekkinn og haldið uppi gæðum á vellinum allan tímann. Eru núverandi bikarmeistarar og þekkja því tilfinninguna og munu gera allt til að endurtaka leikinn. Reynsla leikmanna er nokkuð mikil og hafa þær marga titla á baknu.
Varnarleikur liðsins hefur verið aðalsmerki þeirra í vetur og þvinga þær marga tapaða bolta og erfið skot. Frazer er með tvöfalda tvennu að meðaltali í Dominos deildinni í vetur og verður gríðarlega mikilvæg í úrslitaleiknum.
Veikleikar
Þriggja stiga skotnýting liðsins í vetur er arfaslök og þurfa þær að hitta á góðan skot dag á móti Snæfell til að breikka vopnabúrið og svara varnarleik Snæfells. Reynsluleysi þjálfarans gæti reynst veikleiki en það er nýtt verkefni fyrir hann að motivera heilt meistaraflokkslið í úrslitaleik.
Möguleg MVP
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur gert þetta áður og mikið mun á henni mæða í þessum úrslitaleik. Reynsla hennar og gæði verða mikilvægt fyrir Grindavík til að þær fari heim með bikarinn. Var í atvinnumennsku í fyrra og hefur átt fast sæti í landsliðinu og verður að teljast líkleg til að verða valin leikmaður úrslitaleiksins ef Grindavík lyftir bikarnum annað árið í röð.
X-Factor
Í bikarúrslitunum í fyrra var Petrúnella Skúladóttir X-Factorinn og verður það aftur í ár. Barátta hennar og vinnusemi er til hreinnar fyrirmyndar og getur drifið liðið áfram. Hreinn og klár leiðtogi sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og er sá leikmaður sem verður að eiga góðan dag til að Grindavík eigi séns.
Texti / Ólafur Þór Jónsson – @Olithorj
Myndir: Sumarliði Ásgeirsson, Tomasz Kolodziejski, [email protected]