Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í New Orleans lágu heimamenn í Pelicans fyrir Charlotte Hornets, 118-110. Leikurinn sá fyrsti sem bræðurnir LaMelo og Lonzo Ball leika gegn hvorum öðrum. Þeir urðu í vetur fyrstir bræðra til þess að vera báðir valdir með einum af fyrstu fimm valmöguleikum nýliðavalsins þegar að Hornets tóku LaMelo með þriðja síðastliðið haust, en Los Angeles Lakers völdu Lonzo númer tvö árið 2017.
Óhætt er að segja að yngri bróðirinn, LaMelo, hafi haft sigurinn í nótt. Bæði vann lið hans, sem og setti hann sjálfur 12 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leik sem hann kom inn af bekknum. Annars var Gordon Hayward atkvæðamestur Hornets manna í leiknum með 26 stig og 7 fráköst á meðan að Zion Williamson dróg vagninn fyrir Pelicans með 26 stigum og 8 fráköstum.
Það helsta úr leik Hornets og Pelicans:
Phoenix Suns 105 – 110 Detroit Pistons
Washington Wizards 107 – 116 Boston Celtics
Oklahoma City Thunder 101 – 89 New York Knicks
Charlotte Hornets 118 – 110 New Orleans Pelicans
Orlando Magic 90 – 132 Houston Rockets
Brooklyn Nets 110 – 115 Memphis Grizzlies
Utah Jazz 131 – 118 Milwaukee Bucks
LA Clippers 105 – 115 Golden State Warriors
Chicago Bulls 115 – 117 Los Angeles Lakers
Toronto Raptors 144 – 123 Sacramento Kings