Átt leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Charlotte lögðu heimamenn í Hornets lið Atlanta Hawks með 8 stigum, 105-113. Liðin farið nokkuð svipað af stað þetta tímabilið, bæði tapað fimm leikjum, Hornets unnið fimm og Hawks fjóra leiki.
Atkvæðamestur fyrir Hawks í leiknum var bakvörðurinn Trae Young með 15 stig og 10 stoðsendingar. Fyrir Hornets var það nýliðinn LaMelo Ball sem dróg vagninn með þrefaldri tvennu, 22 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum. Þrennan sú fyrsta sem Ball nær í deildinni, en með henni varð hann sá yngsti í sögunni til þess að ná þrefaldri tvennu. Ball 19 ára og 140 daga gamall í gær braut metið sem Markelle Fultz setti 2018 þegar hann var 19 ára og 317 daga gamall.
Áhugavert er að ásamt LaMelo og Fultz á lista yfir þá yngstu er einnig bróðir LaMelo, Lonzo, sem er sá fjórði yngsti til þess að ná áfanganum á sínum tíma. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá yngstu sem náð hafa þrefaldri tvennu í deildinni.
#1: LaMelo Ball, Hornets — 19 ára, 140 daga
#2: Markelle Fultz, 76ers — 19 ára, 317 daga
#3: Luka Doncic, Mavericks — 19 ára, 327 daga
#4: Lonzo Ball, Lakers — 20 ára, 15 daga
#5: LeBron James, Cavs — 20 ára, 20 daga
#6: Dennis Smith Jr., Mavs –20 ára, 34 daga
#7: Lamar Odom, Clippers — 20 ára, 65 daga
#8: John Wall, Wizards –20 ára, 65 daga
#9: Magic Johnson, Lakers — 20 ára, 75 daga
Það helsta úr leik Hornets og Hawks:
Denver Nuggets 115 – 103 Philadelphia 76ers
Atlanta Hawks 105 – 113 Charlotte Hornets
Phoenix Suns 125 – 117 Indiana Pacers
Miami Heat 128 – 124 Washington Wizards
Cleveland Cavaliers 90 – 100 Milwaukee Bucks
San Antonio Spurs 125 – 122 Minnesota Timberwolves
Orlando Magic 98 – 112 Dallas Mavericks
Portland Trail Blazers 125 – 99 Sacramento Kings