spot_img
HomeFréttirLamar Odom týndur og í harði neyslu

Lamar Odom týndur og í harði neyslu

Lamar Odom, sem lék með Los Angeles Clippers á síðustu leiktíð, hefur verið týndur í þrjá sólarhringa og fjölskylda hans óttast um að hann sé kominn í harða neyslu fíkniefna.
 
Samkvæmt heimildum hefur Odom verið að fást við fíkn sína síðustu 2 ár en hafi þó haldið sér edrú á síðasta tímabili með Clippers eftir dvöl á meðferðarheimili síðstliðið sumar. Eftir að tímabilinu lauk féll hann af vagninum og datt í það. Hjónaband hans og Khloé Kardashian er að flosna upp og erfiðlega hefur gengið fyrir hann að finna vinnu í NBA deildinni. 
 
Getgátur er á sveimi um að hann sé orðinn háður mjög hörðum efnum eins og krakk kókaíni. Fram að þessu hafi neysla hans verið í skorðum og hugarfarið hjá Odom verið að vera duglegur að vinna á daginn en vera svo duglegur að djamma þess á milli. Kardashian fjölskyldan reyndi að grípa inn í þróun mála og leggja honum línurnar og í kjölfarið henti frúin honum út. Ekkert hefur spurst til hans síðan.
 
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Odom lendir í vandræðum með fíkniefni en árið 2001, þá einnig sem leikmaður Clippers, játaði hann tvisvar á átta mánaða tímabili að hafa reykt kannabisefni og var dæmdur í leikbann í kjölfarið.
Fréttir
- Auglýsing -