spot_img
HomeFréttirLakers vann slaginn um Los Angeles

Lakers vann slaginn um Los Angeles

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en þar var m.a. barist um montréttinn í Los Angeles þegar Lakers og Clippers mættust í Staples Center. Stóri bróðir, LA Lakers, hafði betur í rimmunni 96-91.
Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 24 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Spánverjinn Pau Gasol bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá Clippers var Blake Griffin atkvæðamestur með 26 stig og 9 fráköst og þá bætti Caron Butler við 16 stigum.
 
Eins og flestum er kunnugt deila þessi tvö lið heimavelli og í nótt voru það Lakers sem léku sem heimalið en Clippers hafa ekki unnið Lakers þegar þeir hafa leikið heima síðan í apríl 2007.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Philadelphia 90-97 New Jersey
Washington 92-75 Charlotte
Cleveland 91-81 New York
Detroit 98-101 Miami
Chicago 90-95 Indiana
Houston 99-105 Milwaukee
Oklahoma 101-91 New Orleans
Dallas 90-105 Minnesota
San Antonio 105-83 Atlanta
Utah 106-11 Toronto
Sacramento 93-122 Denver
Golden State 101-93 Portland
 
Fréttir
- Auglýsing -