spot_img
HomeFréttirLakers unnu Jazz í fyrsta leiknum

Lakers unnu Jazz í fyrsta leiknum

22:00:02
LA Lakers unnu í kvöld sannfærandi sigur á Utah Jazz, 113-100, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Vesturdeildarinnar.

 

Lakers, sem tóku toppsæti vestursins án þess að hafa mikið fyrir því, fóru nokkurn veginn sínu fram í leiknum í kvöld þar sem þeir leiddu með 22 stigum i hálfleik og brugðust snarlega við í þau tvö skipti sem Utah gerðu sig líklega til að klóra í bakkann í seinni hálfleik.

 

Kobe Bryant var með 24 stig fyrir Lakers, Trevor Ariza með 21 og Pau Gasol með 20.

 

Hjá Jazz var Carlos Boozer með 27 stig, Deron Williams með 16 stig og 17 stoðsendingar og Paul Millsap var með 15.

 

Tölfræði leiksins

 

Þrír aðrir leikir fara fram í kvöld og í nótt, Orlando-Philadelphia, Denver-New Orleans og Atlanta-Miami.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -