06:39
Það var enginn nágrannakærleikur í gangi í Los Angeles í gær þar sem Lakers hakkaði Clippers í sig á öðrum degi NBA boltans. Þeir haf því unnið sína fyrstu tvo leiki og líta afar vel út, þó þeir hafi að vísu ekki verið að mæta mjög sterkum liðum.
Þá má geta þess að New York Knicks fengu fljúgandi start með sigri á Miami í fyrsta leiknum undir stjórn Mikes D'Antoni.
Hér fylgja úrslit næturinnar:
LA Lakers vs LA Clippers 117-79
New Orleans vs Golden State 108-103
Denver vs Utah 94-98
Memphis vs Houston 71-82
Phoenix vs San Antonio 103-98
Sacramento vs Minnesota 96-98
Indiana vs Detroit 94-100
Milwaukee vs Oklahoma City 98-87
Miami vs New York 115-120
New Jersey vs Washington 95-85
Atlanta vs Orlando 99-85
Toronto vs Philadelphia 95-84