spot_img
HomeFréttirLakers rufu taphrinuna

Lakers rufu taphrinuna

09:17:38
{mosimage}Úrslitin í NBA í nótt voru að mestu eftir bókinni. Lakers rifu sig upp eftir tvö töp í rö og lögðu Memphis Grizzlies, Orlando vann Golden State, Houston vann New Jersey, San Antonio hélt áfram upprisunni með góðum sigri á Sacramento, Denver lagði Portland og Toronto vann LA Clippers.

Nánar hér að neðan…

Lakers náðu að hrista af sér slyðruorðið eftir tvo tapleiki í röð, en sífellt fleiri sprungur hafa verið að myndast á þessu liði sem virtist algjörlega ósigrandi í upphafi leiktíðar.

Fleiri slæmar fréttir bárust þeim þar sem bakvörðurinn Jordan Farmar verður frá vegna meiðsla í um 8 vikur.

Útlitið var ekki sérstaklega gott fyrir Lakers þar sem Grizzlies leiddu, 93-88, þremur mínútum fyrir leikslok. Þá tók Kobe Nokkur Bryant til sinna ráða og keyrði sína menn áfram með 10 stigum á lokakaflanum. Lokatölurnar voru 105-96, en Lakers hefðu varla orðið svo heppnir hefðu þeir mætt reyndara liði.

Bryant var með 36 stig fyrir Lakers, Pau Gasol, sem mætti sínu gamla liði og bróður sínum Marc, var með 15 stig, Andrew Bynum var með 13 stig og Lamar Odom með 12.

Hjá Grizzlies  var Rudy Gay stigahæstur með 23 stig, en OJ Mayo var með 22.

Brandon Roy náði ekki að fylgja eftir árangri sínum í síðustu leikjum þegar hans menn í Portland töpuðu fyrir Denver í nótt. Roy, sem skoraði 52 stig í síðasta leik sínum og var með 36 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum gerði einungis 8 stig og munar um  minna.

Nuggets, sem höfðu tapað þremur leikjum í röð, mættu vængbrotnir til leiks þar sem Carmelo Anthony var fjarverandi vegna meiðsla, en það kom ekki að sök því allir leikmennirneir lögðu sitt af mörkum í sókn og ekki síst í vörn.

Lokatölurnar voru 97-89, en leikurinn var nokkuð jafn en Nuggets gerðu út um leikinn þegar um fjórar mínútur voru eftir.

LaMarcus Aldridge var með 20 stig  fyrir Portland, Travis Outlaw 15 og Steve Blake var með 14. Greg Oden, sem lenti í villuvandræðum var með 10 stig á rúmum 20 mínútum.

Hjá Denver voru Chauncey Billups og Nene Hilario með 19 stig, Linasz Kleiza bætti við 17 og JR Smith var með 15.

Úrslit næturinnar:

Golden State 81
Orlando 113

Houston 114
New Jersey 91

LA Lakers 105
Memphis 96

Sacramento 85
San Antonio 101

Portland 89
Denver 97

Toronto 97
LA Clippers 75

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -