Það virðist ætla að ganga hægt að koma Lakers “vélinni” í gang þetta árið. Miklar væntingar en lítill árangur fram að þessu. En einu gullnu tækifærinu var kastað í sæinn í nótt þegar að Lakers heimsóttu Houston Rockets. Lakers höfðu með góðum leik Kobe Bryant komið sér í þægilegt 17 stiga forskot en Houston liðinu tókst að klóra sig upp úr því ræsi og sigruðu að lokum. 107:105. Það þurfti svo sem engar töfralausnir í þessu “comeback” hjá Lakers því “Hack á Howard” virðist vera það sem virkar hjá öllum liðum þessa dagana, þ.e. liðin senda Dwight Howard á línuna þar sem hann er að setja í vetur tæplega helming þeirra niður. Hér er staðreynd fyrir ykkur, Howard er með 100% nýtingu í þriggjastiga skotum þessa leiktíðina.
Meistarar Miami mættu helst til full afslappaðir til Washington og uppskáru eftir því. Washington komu, sáu og sigruðu meistaranna 105:101. Miami hafði fyrir þennan leik unnið 6 leiki í röð en voru í vandræðum allt kvöldið með þriggjastiga skotnýtingu sína (8-28) Lebron James skartaði sinni fyrstu þrennu þetta tímabilið (26-13-11) en sú þrenna dugði skammt. Jordan Crawford kom af bekknum hjá Washington og sturtaði 22 stigum á meistarana.
Öll úrslit næturinnar.
FINAL
7:00 PM ET
MIN
105
PHI
88
34 | 31 | 22 | 18 |
|
|
|
|
21 | 26 | 20 | 21 |
105 |
88 |
MIN | PHI | |||
---|---|---|---|---|
P | Shved | 17 | Turner | 19 |
R | Howard | 10 | Richardson | 7 |
A | Barea | 10 | Holiday | 9 |
Game Stat | FG% | 3P% | FT% | REB | TO |
---|---|---|---|---|---|
MIN | 53.2 | 52 | 58.8 | 47 |
Fréttir |