NBA deildin færði okkur athyglisverð úrslit í nótt. Washington Wizards tóku sig þá til og lögðu Oklahoma City Thunder. Þetta var fimmti sigurleikur Washington á tímabilinu og aðeins áttundi tapleikur Oklahoma sem var með besta árangurinn á vesturströndinni fyrir leikinn í nótt en misstu LA Clippers upp fyrir sig fyrir vikið.
Lokatölur leiksins voru 101-99 Washington í vil þar sem Bradley Beal og Martell Webster voru báðir með 22 stig í liði Washington. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 29 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Beal reyndist hetja þeirra í höfuðborginni því staðan var jöfn 99-99 þegar heimamenn í Washington héldu inn í sína lokasókn. Beal dobblaði þá tvo varnarmenn Oklahoma upp í loftið og vippaði sér svo í þægilegt teigskot sem söng í netinu þegar 0,3 sekúndur voru eftir og tryggði þannig sínum mönnum sigurinn. Sannkallaði öskubuskuævintýri í Washington í nótt.
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:00 PM ET
OKC
99
WAS
101
20 | 33 | 20 | 26 |
|
|
|
|
30 | 21 | 25 | 25 |
99 |
101 |
OKC | WAS | |||
---|---|---|---|---|
P | Durant | 29 | Webster | 22 |
R | Ibaka | 11 | Okafor | 12 |
A | Durant | 8 | Price | 5 |