spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla"Lærði það nú af manni sem vann ansi marga titla hér að...

“Lærði það nú af manni sem vann ansi marga titla hér að það verður enginn meistari í október”

Álftanes náði í fyrsta sigur sinn í Bónus deild karla er liðið lagði KR á Meistaravöllum í kvöld í fjórðu umferðinni.

Karfan ræddi við Kjartan Atla eftir þennan mikilvæga fyrsta sigur þeirra á þessu tímabili:

Hérna er meira um leikinn

Það er náttúrulega alltaf gott að vinna…svona í keppnisíþróttum…en þessi sigur er kannski aðeins mikilvægari en sumir aðrir svona miðað við hvernig þetta tímabil byrjaði hjá ykkur?

Jájá, það er alveg hægt að segja það. En við höfum verið að spila vel og við höfum alltaf haft trú á því sem við erum að gera. Sigrarnir þeir næra og allt það en frammstaðan svona heilt yfir hefur verið fín á tímabilinu…

…en það þarf að fá einhver stig…?

…það þarf að fá stig, það er það sem þetta gengur út á…ég ætla ekkert að fara í grafgötur með það að manni líður betur núna að vera kominn með stig á töfluna, þetta er einn sigur en maður heldur bara áfram að byggja á þessu…klisja…

Jújú, maður er alltaf að reyna að forðast klisjurnar en dettur alltaf í þær! Það er svolítið þannig. En þið mætið náttúrulega hérna Vesturbæjarstórveldinu…í fyrsta sinn sem Álftanes spilar á móti KR í úrvalsdeild og vinna! Ég held að mörg önnur lið myndu fagna því alveg ógurlega! Sem dæmi held ég að Skallagrímur hafi aldrei nokkurn tímann unnið í Vesturbænum…man a.mk. ekki eftir því…

Jájá…og KR-liðið er virkilega gott lið. Ég talaði um það í viðtali fyrir leikinn að eftir að maður fór að kafa ofaní leikstíl KR-liðsins langaði mig til að hrósa Jakobi fyrir það hvernig hann hefur sett sitt mark á liðið, ótrúlega gaman þegar okkar fremstu leikmenn eru sömuleiðis skarpir og góðir þjálfarar. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir Jakobi, ég bar mikla virðingu fyrir honum áður en ég dýfði mér í greiningarvinnuna og ber meiri virðingu fyrir honum eftir á þegar maður sér alla litlu núansana sem að þeir eru að vinna með og hvað þeir eru búnir að gera þetta vel. Við vissum að við vorum að fara í virkilega erfiðan leik.

Maður ber líka bara ótrúlega virðingu fyrir því sem KR stendur fyrir, þetta er einhver allra mikilvægasti klúbburinn í sögu íslensks körfubolta og forréttindi að fá að spila á þessu sviði og fá að faðma Einar Bollason hérna fyrir leik! Það mikilvægt að koma inn með æðruleysi og bera virðingu fyrir því sem er fyrir framan mann. Þetta KR-lið er virkilega gott og ég sé þá gera góða hluti í vetur.

Akkúrat. En hvað sérðu í þessum leik sem gerir það að verkum að þið hirðið stigin…þið leiðið leikinn meira og minna allan tímann…

Mér fannst við stýra leiknum, við náðum einhverjum tökum á þeim eiginlega á báðum endum…við settum ekki þrist í fyrri hálfleik og endum 3/19 en við vorum hins vegar að komast á hringinn! Takturinn var svolítið með okkur. Mér fannst leikstjórnin mjög góð, Hörður og Dúi voru að stýra leiknum mjög vel og við náðum að svara þeirra áhlaupum, þeir ná þarna fínu áhlaupi í öðrum leikhluta en við náðum að taka það á kinnina og byrjuðum svo þriðja leikhluta mjög vel og náðum að komast nálægt körfunni aftur. Þetta eru svona kaflar í leiknum sem þú þarft að geta lesið í.

Einmitt, maður fékk það aldrei á tilfinninguna að það kæmi eitthvað stress í liðið þó KR-ingar hafi aftur og aftur og aftur náð að minnka muninn úr 10 niður í 2 eða komast 1 yfir…

Akkúrat, okkur leið bara vel held ég.

Þið hafið væntanlega hugsað þetta svolítið þannig eftir þessa byrjun á mótinu að þið tapið eftir framlengingu á móti Val og Keflavík…

“…já og yfir á móti Njarðvík í fjórða…og í öllum leikjunum svo sem…

…einmitt…þannig að þið hafið væntanlega reynt að hugsa þetta svolítið þannig til að halda ró og svona…

Jájá…þetta er langt tímabil, ég lærði það nú af manni sem vann ansi marga titla hér að það verður enginn meistari í október, hann sagði þetta nokkrum sinnum! Talandi um klisjur, þetta er klisja en þær eru til af einhverri ástæðu og þær eru réttar yfirleitt! Maður þarf bara að halda sjó, frammistaðan var að mörgu leyti góð í þessum leikjum.

Akkúrat, næsti leikur á móti ÍR…með fullri virðingu fyrir ÍR þá er það kannski lið sem þið eigið að vinna en alltaf pínu tricky að fara í svoleiðis leiki?

Þetta er bara þannig deild að það á enginn að vinna neinn…þetta er bara rosaleg deild. Það er bara partur af þessu, það munu koma svona kaflar hjá öllum liðum held ég að þú tapar einhverjum spennuleikjum hér og þar, það verður mjótt á mununum í mörgum leikjunum í vetur…

…liðin að tína hvert af öðru…?

…já þetta verður svolítið þannig, plokka fjaðrirnar hvert af öðru!

Akkúrat, þetta verður skemmtilegt.

Þetta verður MJÖG skemmtilegt!

Sagði meistari Kjartan Atli. Jakob var hvergi sjáanlegur eftir leik en Karfan hlýtur að fá að heyra í honum síðar á tímabilinu.

Fréttir
- Auglýsing -