7:00
{mosimage}
Kvennalið Hamars hefur samið við erlendan leikmann. Leikmaðurinn kemur frá Bandaríkjunum og heitir La Kiste Barkus. Barkus lék með Keflavík síðari hluta tímabilsins 2005 – 2006, og þekkir því til íslensks körfubolta.
Barkus er bakvörður og var með 23,3 stig að meðaltali í leik, 8 fráköst og 4,7 stoðsendingar. Á síðasta tímabili spilaði hún í Póllandi. Hún mun án efa styrkja lið Hamars fyrir baráttuna í Iceland Express deildinni í vetur.
Hamar hefur líka samið við alla sína leikmenn til 2ja ára svo og þjálfarann Ara Gunnarsson.