Í toppslag austurdeildarinnar í NBA þurfti framlengingu til að knýja sigur og voru það Boston Celtics sem sigruðu að lokum lið Toronto Raptors, 123:116 en leikið var í TD Garden í Boston. Kyrie Irving hlóð í tröllaleik þegar hann skilaði 43 stigum og sendi 11 stoðsendingar á félaga sína. Kawhi Leonard setti 31 stig fyrir Toronto og hirti einnig 15 fráköst. Toronto sem hófu tímabilið af krafti hafa nú tapað þremur leikjum í röð en Boston eru á tveggja leikja sigurgöngu.
When Kyrie Irving enters his “peaceful” zone on the basketball court, opponents beware. The Raptors learned this the hard way Friday night: https://t.co/LiFp0epQBm
— Boston Celtics (@celtics) November 17, 2018
Jimmy Butler er að koma sterkur inn í lið Philadelphia sem unnu í nótt sigur á Utah Jazz 113:107. Butler skoraði 28 stig í sínum fyrsta heimaleik fyrir liðið og augljóst að hann styrkir fyrir sterkt lið Philadelphia til muna. Donovan Mitchel skoraði 31 stig fyrir Utah.
.@JimmyButler goes for 28 points and 7 assists in his home debut. #HereTheyCome pic.twitter.com/E6RFQBi8Ni
— Philadelphia 76ers (@sixers) November 17, 2018
Önnur úrslit fóru þannig:
Indiana – Miami 99:91
Brooklyn – Washington 115:104
Kings – Grizzlies 104:112
Trail Blazers – Timerwolves 96:112
NY Knicks – N.O. Pelicans 124:129
Bulls – Bucks 104:123