spot_img
HomeFréttirKynni nýtt prógramm í þjálfun körfuboltamanna

Kynni nýtt prógramm í þjálfun körfuboltamanna

Körfuboltabúðir Harðar Axels fara fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ dagana 21.-23. júní næstkomandi. Eins og nafn búðanna gefur til kynna er það atvinnumaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson sem mun stýra búðunum ásamt því að fá til sín góða gesti. Hörður hyggst við búðirnar kynna nýtt prógramm við þjálfun körfuboltamanna.
 
„Körfuboltabúðirnar eru byggðar upp út frá því að einblína á einstaklinginn, mig langar að miðla til körfuboltamanna hversu mikið hægt er að gera og hversu fjölbreyttar æfingar geta verið. Ég mun koma til með að kynna nýtt prógram í þjálfun körfuboltamanna á Íslandi sem allir þeir sem sækja búðirnar fá frían aðgang að í heilan mánuð. Ég hef fengið þrjá virkilega færa menn til að þjálfa með mér í búðunum. Daníel Guðni Guðmundsson sem var að klára mastersnám í íþróttarsálfræði, íþróttarfræðingur úr HR og einnig nýkringdur Íslandsmeistari með Grindavík. Arnar Guðjónsson sem er aðstoðar A-landsliðsþjálfari, hann hefur þjálfað í Danmörku og að mínu mati einn sá metnaðarfyllsti þjálfari á Íslandi í dag. Svo síðast en ekki síst Ægir Þór Steinarsson sem í gegnum árin hefur alltaf lagt mikið á sig og hefur mikið fram að færa fyrir körfuboltamenn sem vilja ná lengra,“ sagði Hörður Axel um komandi búðir þegar Karfan.is hafði samband.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -